Verkfallsboðun samykkt með mikilum meirihluta.

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

 

Mikilvægar upplýsingar frá STAMOS

Heil og sæl kæru félagsmenn !

Eins og flestir hafa orðið varir við, gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum okkar bæjarstarfsmanna /BSRB við samninganefnd sveitafélagnanna.
Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð og nú er tími til komin að slá í borðið og standa við hótanirnar.

Í síðustu viku var samþykkt af stjórnum aðildafélaga BSRB að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.

Við gerum ráð fyrir að atkvæðagreiðslurnar fari fram 17-19 febrúar og munuð þið fá sendann kjörseðil á netföngin ykkar þá.

Til að upplýsa félagsmenn viljum við bjóða ykkur í kaffi og spjall á skrifstofu félagsin mánudaginn 17 febrúar kl 17:00:-18:00

Þar munum við fara yfir stöðuna og svara spurningum.

Stjórn STAMOS

Lífeyrisjóður fræðsufundur námskeið mánudaginn 27.janúar

Fræðslufundir um lífeyrismál fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem eru virkir sjóðfélagar í LSR og eru að nálgast starfslok, verður á Grettisgötu 89, mánudaginn 27. janúar 2020.

  • Kl. 15:00, fyrir sjóðfélaga sem greiða í A-deild LSR
  • Kl. 16:30, fyrir sjóðfélaga sem greiða í B-deild LSR

Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn fyrir 22. janúar nk. með því að hringja í síma 525 8306 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: johanna@bsrb.is og tilgreina nafn, kennitölu, aðildarfélag og í hvorn sjóðinn viðkomandi greiðir.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á:

 

https://zoom.us/j/760536493

 

Kjaraviðræður í hnút

 

Á fundi samningseininga BSRB var fjallað um stöðuna í kjaraviðræðunum

og mögulegar aðgerðir stéttarfélaga innan BSRB.

 

Rætt var um hvort og þá hvenær grípa eigi til aðgerða til að þrýsta á viðsemjendur um gerð kjarasamnings á fundi samningseininga BSRB sem nú er nýlokið. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í apríl 2019 og viðræður gengið afar hægt.

Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðunum í heild sinni, en þar er enn mikið á milli samningsaðila og ekkert sem bendir til þess að samningar muni nást á næstunni.

„Okkur þykir skorta verulega upp á samningsvilja viðsemjenda okkar og ljóst að við þurfum að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Niðurstaða fundarins var að formenn aðildarfélaga munu ræða við sína félagsmenn og koma saman á nýjan leik til að taka ákvörðun um hvort boða eigi aðgerðir, og þá hvernig aðgerðir og hvenær.

„Samstaðan hefur verið besta vopn launafólks í gegnum árin og hefur verið lykillinn að flestum þeim kjarabótum sem opinberir starfsmenn telja sjálfsagðar í dag. Ef við þurfum að grípa til aðgerða enn á ný til að viðsemjendur okkar átti sig á alvörunni á bak við kröfur okkar þá veit ég að okkar fólk megu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra aðildarfélaga, og því lítill sem enginn skriður kominn á þær viðræður þá veit ég að okkar fólk mun taka þátt í þeim af heilum hug “ segir Sonja.

 

Jólakveðja

Stjórn og starfsmaður STAMOS, Starfsmannafélags Mosfellsbæjar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og samstarfsfólki öllu bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.