Orlofskostir 2020 - Umsóknarfrestur framlengdur til 25. maí.

Sumarhús STAMOS  í Vaðnesi hefur verið selt og nýtt hús

í Kerhrauni verður tekið í notkun 19.júní næstkomandi. 

Verð fyrir vikuleigu er kr. 24.000,-

 

BSRB- Nýtt yfirlit yfir helstu aðgerðir vegna Covid 19

BSRB hefur tekið saman nýtt yfirlit yfir helstu aðgerðir vegna Covid 19 og spurniingar og svör er varða réttindi launafólks.

Sjá nánar :  https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/nytt-yfirlit-yfir-adgerdir-vegna-covid-19-faraldursins-1

Kjarasamningur samþykktur

Kæru félagsmenn STAMOS

Félagsmenn STAMOS samþykktu nýgerðan kjarasamning STAMOS við Samband íslenskra sveitarfélaga í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Já sögðu 58,2 % samningurinn er því samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða.

Alls tóku 53,6 % félagsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni

Félagsmenn STAMOS, til  hamingju með niðurstöðuna.

Kveðja, stjórn STAMOS

Kynning á nýjum kjarasamning

 Kæru félagsmenn í STAMOS

Vegna Kóróna veirunnar verða ekki haldnir almennir kynningafundir um nýjan kjarasamning. Allt kynningarefni er að finna hér á heimasíðu félagsins, sértök athygli er vakin á kynningarefni BSRB sem fjallar um sameiginleg kjarasamnings atriði stéttarfélaganna.

Um samninginn verður kosið með rafrænum hætti. Félagsmenn fá sendan link á  tölvupóst og/eða í snjallsíma SMS.

Kosning um samningin er hafin og  lýkur mánudaginn 23. mars kl. 10.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kjósa, með atkvæði sínu senda félagsmenn skýr skilaboð í framhaldi af kosningum um aðgerðir sem leiddu til undirritunar þessa tímamóta kjarasamning

Kjarasamninginn má lesa hér 

Mikilvægar upplýsingar frá STAMOS

Heil og sæl kæru félagsmenn !

Eins og flestir hafa orðið varir við, gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum okkar bæjarstarfsmanna /BSRB við samninganefnd sveitafélagnanna.
Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð og nú er tími til komin að slá í borðið og standa við hótanirnar.

Í síðustu viku var samþykkt af stjórnum aðildafélaga BSRB að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.

Við gerum ráð fyrir að atkvæðagreiðslurnar fari fram 17-19 febrúar og munuð þið fá sendann kjörseðil á netföngin ykkar þá.

Til að upplýsa félagsmenn viljum við bjóða ykkur í kaffi og spjall á skrifstofu félagsin mánudaginn 17 febrúar kl 17:00:-18:00

Þar munum við fara yfir stöðuna og svara spurningum.

Stjórn STAMOS