Kjaraviðræður í hnút

 

Á fundi samningseininga BSRB var fjallað um stöðuna í kjaraviðræðunum

og mögulegar aðgerðir stéttarfélaga innan BSRB.

 

Rætt var um hvort og þá hvenær grípa eigi til aðgerða til að þrýsta á viðsemjendur um gerð kjarasamnings á fundi samningseininga BSRB sem nú er nýlokið. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í apríl 2019 og viðræður gengið afar hægt.

Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðunum í heild sinni, en þar er enn mikið á milli samningsaðila og ekkert sem bendir til þess að samningar muni nást á næstunni.

„Okkur þykir skorta verulega upp á samningsvilja viðsemjenda okkar og ljóst að við þurfum að grípa til aðgerða til að knýja á um gerð kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Niðurstaða fundarins var að formenn aðildarfélaga munu ræða við sína félagsmenn og koma saman á nýjan leik til að taka ákvörðun um hvort boða eigi aðgerðir, og þá hvernig aðgerðir og hvenær.

„Samstaðan hefur verið besta vopn launafólks í gegnum árin og hefur verið lykillinn að flestum þeim kjarabótum sem opinberir starfsmenn telja sjálfsagðar í dag. Ef við þurfum að grípa til aðgerða enn á ný til að viðsemjendur okkar átti sig á alvörunni á bak við kröfur okkar þá veit ég að okkar fólk megu borði BSRB heldur verður hann ræddur í samningum einstakra aðildarfélaga, og því lítill sem enginn skriður kominn á þær viðræður þá veit ég að okkar fólk mun taka þátt í þeim af heilum hug “ segir Sonja.

 

Jólakveðja

Stjórn og starfsmaður STAMOS, Starfsmannafélags Mosfellsbæjar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og samstarfsfólki öllu bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 

Framhaldsaðalfundur STAMOS

Framhaldsaðalfundur

Starfsmannafélags Mosfellsbæjar

verður haldinn Þriðjudaginn 3. desember kl. 17:00

á skrifstofu félagsins að Þverholti 3

Staða Kjaraviðræðna

 Viðræður eru nú í gangi undir stjórn ríkissáttasemjara.BSRB fer með samningsumboð fyrir hönd aðildarfélaga um stór sameiginleg mál. Stærst er stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar, launaþróunartrygging án launaskerðingar og jöfnun launa á milli markaða.  Í vikunni náðist áfangi í viðræðum er varða styttingu vinnuviku hjá dagvinnuhópum ríkisstarfsmanna  og vonast er til að sambæraleg niðurstaða náist í viðræðum við sveitarfélög. Áfram verður því samtal um styttingu hjá vaktavinnufólki.

 

Kjaraviðræður- Sumarhlé

 

 

Á samningafundi stéttarfélaga bæjarstarfsmanna og BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 1. júlí var undirritað samkomulag um stutt sumarhlé á kjaraviðræðum sem felur í sér endurskoðaða viðræðuáætlun aðila og samkomulag um framhald kjaraviðræðna. Samkvæmt texta samkomulagsins þá eru aðilar sammála því að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd hlutfallslega  miðað við starfshlutfall  innágreiðsla á væntanlegan samning að upphæð kr. 105.000, miðað við starfstíma 1. apríl 2019,  til og með 30. júní 2019. Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk eiga einnig rétt á eingreiðslu.  Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýrri viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá byrjun apríl.