Gistimiðar Fosshótel- opið fyrir bókanir í sumarhús til 30. september

Hægt er að kaupa gistimiða að andvirði kr. 10.000,-  Ath. hafa verður samband við söluskrifstofu vegna bókana í síma 562 4000 eða gistimidar@fosshótel.is. 

Gistimiði gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt.
Uppfærsla á fjögurra stjörnu Grand Hótel Reykjavík og Fosshótel Glacier Lagoon verður 5.000 kr. fyrir hverja nótt.

Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:
Grand Hótel Reykjavík
Fosshótel Glacier Lagoon
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Húsavík
Fosshótel Vestfirðir
Fosshótel Stykkishólmur
Fosshótel Reykholt

Nýr vinnuréttarvefur BSRB

 

Vekjum athygli á nýjum vinnuréttarvef BSRB en á vefnum er að finna upplýsingar og fræðast

um réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

sjá nánar.

https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/nyr-vinnurettarvefur-bsrb-formlega-opnadur

BSRB- Nýtt yfirlit yfir helstu aðgerðir vegna Covid 19

BSRB hefur tekið saman nýtt yfirlit yfir helstu aðgerðir vegna Covid 19 og spurniingar og svör er varða réttindi launafólks.

Sjá nánar :  https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/nytt-yfirlit-yfir-adgerdir-vegna-covid-19-faraldursins-1

Kjarasamningur samþykktur

Kæru félagsmenn STAMOS

Félagsmenn STAMOS samþykktu nýgerðan kjarasamning STAMOS við Samband íslenskra sveitarfélaga í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Já sögðu 58,2 % samningurinn er því samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða.

Alls tóku 53,6 % félagsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni

Félagsmenn STAMOS, til  hamingju með niðurstöðuna.

Kveðja, stjórn STAMOS

Kynning á nýjum kjarasamning

 Kæru félagsmenn í STAMOS

Vegna Kóróna veirunnar verða ekki haldnir almennir kynningafundir um nýjan kjarasamning. Allt kynningarefni er að finna hér á heimasíðu félagsins, sértök athygli er vakin á kynningarefni BSRB sem fjallar um sameiginleg kjarasamnings atriði stéttarfélaganna.

Um samninginn verður kosið með rafrænum hætti. Félagsmenn fá sendan link á  tölvupóst og/eða í snjallsíma SMS.

Kosning um samningin er hafin og  lýkur mánudaginn 23. mars kl. 10.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kjósa, með atkvæði sínu senda félagsmenn skýr skilaboð í framhaldi af kosningum um aðgerðir sem leiddu til undirritunar þessa tímamóta kjarasamning

Kjarasamninginn má lesa hér