Kjaraviðræður- Sumarhlé

 

 

Á samningafundi stéttarfélaga bæjarstarfsmanna og BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 1. júlí var undirritað samkomulag um stutt sumarhlé á kjaraviðræðum sem felur í sér endurskoðaða viðræðuáætlun aðila og samkomulag um framhald kjaraviðræðna. Samkvæmt texta samkomulagsins þá eru aðilar sammála því að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd hlutfallslega  miðað við starfshlutfall  innágreiðsla á væntanlegan samning að upphæð kr. 105.000, miðað við starfstíma 1. apríl 2019,  til og með 30. júní 2019. Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk eiga einnig rétt á eingreiðslu.  Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýrri viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá byrjun apríl.

 

 

Niðurstöður könnunar

SAMSTARFIÐ – Niðurstöður könnunar okkar

Við viljum byrja að þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni okkar fyrr á árinu þar sem við leituðumst við að finna hver áhersluatriði okkar í komandi kjarasamningum ættu að vera. Könnunin var framkvæmd fyrir SAMSTARFIÐ, stéttarfélögin FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og STFS Starfsmannafélag Suðurnesja. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru hér dregnar saman en ítarlegri niðurstöður geta félagsmenn rýnt í á skrifstofum félaganna.

1. maí hátíðarhöld - Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins

Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins verður fagnað í dag 1. maí  með hátíðardagskrá.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2019 hefst á því að safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13:00.  Kröfugangan leggur af stað áleiðis niður á Ingólfstorg klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.

Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Að baráttufundi loknum mun BSRB venju samkvæmt bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og kökur í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89, en þangað eru allir velkomnir.

 

Sumar 2019 - Opnað fyrir umsóknir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri - Umsóknarfrestur til 23.apríl

Kæru félagsmenn

Orlofstímabilið í sumar er frá 7. júní - 23. ágúst og er verð fyrir vikuleigu kr. 24.200,-

Umsóknarfrestur er til 21. apríl og fá þeir sem fá úthlutað póst eftir páska.

 

 

Samkomulag sex stéttarfélaga vegna komandi kjarasamninga - Væntanleg viðhorfskönnun til félagsmanna STAMOS

Samkomulag sex stéttarflélaga (SSS) vegna kjarasamninga hefur verið undirritað og munu félögin vinna saman að undirbúningi, samningagerð og eftirfylgd vegna komandi kjarasamninga. Stéttarfélögin vinna fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði en samstarfsfélögin eru; Foss stéttarfélag í almannaþjónustu, starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en á þeim opinbera í lok mars á næsta ári.

Eitt fyrsta verkefni í samstarfi SSS er að leggja af stað með sameiginlega og vandaða viðhorfskönnun þar sem leitað verður  til félagsmanna,. Kallað er eftir kröfum og helstu áhersluatriðum vegna komandi kjarasamninga. Þá er upplýsinga leitað meðal annars um líðan í starfi, launakjör og vinnuumhverfi. Með viðhorfskönnuninni vilja stéttarfélögin fá fram skoðanir sinna félagsmanna til að geta starfað betur í þeirra þágu  og mun beiðni um þátttöku berist fljótlega með tölvupósti en einnig verður hægt að svara könuninni með snjallsíma.