Fréttir


Skrifstofa STAMOS verður lokuð mánudaginn 10.desember.

03-12-2018

Skrifstofa Stamos lokuð fimmtudaginn 22.nóvember vegna fundar

22-11-2018

Góðan dag

Skrifstofan opnar á mánudaginn 26. nóvember kl. 12.00

Opnað fyrir bókanir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri til 12. apríl 2019

08-11-2018

Sæl öll

Nú hefur verið opnað fyrir bókanir í Vaðnes og á Akureyri fram til 12. apríl  næstkomandi. 

 

 

Námskeið um lífeyrisréttindi við Starfslok - Brú Lífeyrissjóður

20-08-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 22.. ágúst nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

 

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 

Skráning hér

Skrifstofa opin eftir sumarlokun

16-08-2018

Félagsmenn athugið

Skrifstofan hefur nú opnað á ný eftir sumarlokun.

Íbúðin á Akureyri og Sumarhúsið í Vaðnesi eru  í leigu til 31.ágúst.1. september hefst vetrarleigutímabil  en augslýst verður síðar hvenær verður opnað fyrir bókanir, en væntanlega verður það í lok næstu viku.

Fyrsti stjórnarfundur starfsfárið 2018-2019 var ráðgerður í dag en var frestað um viku til fimmtudagsins 23.ágúst næstkomandi,.

 

Með kveðju, 

Guðrún 

 

 

Opnað fyrir bókanir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri

28-05-2018

Kæru félagsmenn

Lausar vikur sumarsins eru nú opnar til bókunar, vikuleiga í boði

Nú gildir kerfið "Fyrstur kemur, fyrstur fær"

Félagsmenn geta bókað í gegnum Orlofssíðu Stamos með kennitölu og netfangi.

https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Account/Login

 

 

 

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista fyrir leiguíbúðir

22-05-2018

Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðafélag má finna á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is

Skrifstofa STAMOS verður lokuð fimmtudaginn 24. maí 2018

22-05-2018

Næstkomandi fimmtudag verður skrifstofa STAMOS lokuð. Hægt er er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið gudrun@stamos.is,  Ef skila þarf gögnum má skila þeim í umslagi merkt STAMOS Pósthólf 275, í Pósthúsið Háholti. Skrifstofan opnar mánudaginn 28. maí á hefðbundnum tíma.

 

 

 

Sala hafin á Útilegukorti og Veiðikorti 2018

27-04-2018

Frá og með mánudeginum 30.apríl næstkomandi verður hægt að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á skrifstofu STAMOS.

 

 

Sumarúthlutun 2018

23-04-2018

Kæru félagsmenn,  opnað hefur verið fyrir Sumarúthlutun 2018

 

Aðalfundur Stamos 26.apríl 2018 kl. 17:00

18-04-2018

Aðalfundur Starfsmannfélags Mosfellsbæjar

verður haldinn fimmtudaginn 26.04. 2018   kl: 17:00

á skrifstofu félagsins að Þverholti 3

Dagskrá :

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.
  3. Tillögur til lagabreytinga
  4. Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
  5. Kosning stjórnar samkvæmt 6. gr.
  6. Kosning skoðunarmanna
  7. Kosning fulltrúa á þing BSRB.
  8. Önnur mál

                                                                

Stjórn STAMOS

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

09-04-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 11. apríl nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 11. apríl nk. 

kl. 16.30: B deild Brúar lífeyrissjóðs – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  
kl. 17.30: A deild
kl. 18.30: V deild

Skráning hér

 

Skrifstofa Stamos verður lokuð miðvikudaginn 28 mars 2018

27-03-2018

Skrifstofan opnar 3. apríl á hefðbundnum tíma

Laun BSRB félaga sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1.4%

13-03-2018

Samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna sem eru í BSRB eða Alþýðusambandi Íslands var undirritað á skrifstofu BSRB í hádeginu í dag. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins.

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið

27-02-2018

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið og þeir sem hafa fengið úthlutað hafa frest til 9. mars nk. til að greiða úthlutunina.

 

Opnunartími í mars 2017

26-02-2018

Félagsmenn athugið!

Opnunartími skrifstofu í mars verður sem hér segir:

 

 

Páskaúthlutun 2018 - Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018

15-02-2018

Kæru félagsmenn  

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús/íbúð um Páskana 2018

Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018

 

 

 

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

15-02-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 21. febrúar nk.

Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða

13-02-2018

Ágæti félagsmaður

Við vekjum athygli á að í síðustu kjarasamningum var samþykkt að veita persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða skv. grein 10.2.1 sem gildir frá 1. janúar 2018.

 

Raunfærnimat

06-02-2018

Áttu einingar en ert ekki búin(n) að ljúka stúdentsprófi?

Starfsmennt er að fara af stað með raunfærnimat í samvinnu við Háskólabrú Keilis

Til að sjá nánar þá smelltu  - HÉR-