Fréttir


Kjaraviðræður- Sumarhlé

03-07-2019

 

 

Á samningafundi stéttarfélaga bæjarstarfsmanna og BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 1. júlí var undirritað samkomulag um stutt sumarhlé á kjaraviðræðum sem felur í sér endurskoðaða viðræðuáætlun aðila og samkomulag um framhald kjaraviðræðna. Samkvæmt texta samkomulagsins þá eru aðilar sammála því að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd hlutfallslega  miðað við starfshlutfall  innágreiðsla á væntanlegan samning að upphæð kr. 105.000, miðað við starfstíma 1. apríl 2019,  til og með 30. júní 2019. Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk eiga einnig rétt á eingreiðslu.  Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýrri viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá byrjun apríl.

 

 

Niðurstöður könnunar

10-05-2019

SAMSTARFIÐ – Niðurstöður könnunar okkar

Við viljum byrja að þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni okkar fyrr á árinu þar sem við leituðumst við að finna hver áhersluatriði okkar í komandi kjarasamningum ættu að vera. Könnunin var framkvæmd fyrir SAMSTARFIÐ, stéttarfélögin FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og STFS Starfsmannafélag Suðurnesja. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru hér dregnar saman en ítarlegri niðurstöður geta félagsmenn rýnt í á skrifstofum félaganna.

1. maí hátíðarhöld - Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins

30-04-2019

Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins verður fagnað í dag 1. maí  með hátíðardagskrá.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2019 hefst á því að safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13:00.  Kröfugangan leggur af stað áleiðis niður á Ingólfstorg klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.

Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Að baráttufundi loknum mun BSRB venju samkvæmt bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og kökur í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89, en þangað eru allir velkomnir.

 

Sumar 2019 - Opnað fyrir umsóknir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri - Umsóknarfrestur til 23.apríl

01-04-2019

Kæru félagsmenn

Orlofstímabilið í sumar er frá 7. júní - 23. ágúst og er verð fyrir vikuleigu kr. 24.200,-

Umsóknarfrestur er til 21. apríl og fá þeir sem fá úthlutað póst eftir páska.

 

 

Samkomulag sex stéttarfélaga vegna komandi kjarasamninga - Væntanleg viðhorfskönnun til félagsmanna STAMOS

12-12-2018

Samkomulag sex stéttarflélaga (SSS) vegna kjarasamninga hefur verið undirritað og munu félögin vinna saman að undirbúningi, samningagerð og eftirfylgd vegna komandi kjarasamninga. Stéttarfélögin vinna fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði en samstarfsfélögin eru; Foss stéttarfélag í almannaþjónustu, starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en á þeim opinbera í lok mars á næsta ári.

Eitt fyrsta verkefni í samstarfi SSS er að leggja af stað með sameiginlega og vandaða viðhorfskönnun þar sem leitað verður  til félagsmanna,. Kallað er eftir kröfum og helstu áhersluatriðum vegna komandi kjarasamninga. Þá er upplýsinga leitað meðal annars um líðan í starfi, launakjör og vinnuumhverfi. Með viðhorfskönnuninni vilja stéttarfélögin fá fram skoðanir sinna félagsmanna til að geta starfað betur í þeirra þágu  og mun beiðni um þátttöku berist fljótlega með tölvupósti en einnig verður hægt að svara könuninni með snjallsíma.

Opnað fyrir bókanir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri til 12. apríl 2019

08-11-2018

Sæl öll

Nú hefur verið opnað fyrir bókanir í Vaðnes og á Akureyri fram til 12. apríl  næstkomandi. 

 

 

Námskeið um lífeyrisréttindi við Starfslok - Brú Lífeyrissjóður

20-08-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 22.. ágúst nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

 

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 

Skráning hér

Skrifstofa opin eftir sumarlokun

16-08-2018

Félagsmenn athugið

Skrifstofan hefur nú opnað á ný eftir sumarlokun.

Íbúðin á Akureyri og Sumarhúsið í Vaðnesi eru  í leigu til 31.ágúst.1. september hefst vetrarleigutímabil  en augslýst verður síðar hvenær verður opnað fyrir bókanir, en væntanlega verður það í lok næstu viku.

Fyrsti stjórnarfundur starfsfárið 2018-2019 var ráðgerður í dag en var frestað um viku til fimmtudagsins 23.ágúst næstkomandi,.

 

Með kveðju, 

Guðrún 

 

 

Opnað fyrir bókanir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri

28-05-2018

Kæru félagsmenn

Lausar vikur sumarsins eru nú opnar til bókunar, vikuleiga í boði

Nú gildir kerfið "Fyrstur kemur, fyrstur fær"

Félagsmenn geta bókað í gegnum Orlofssíðu Stamos með kennitölu og netfangi.

https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Account/Login

 

 

 

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista fyrir leiguíbúðir

22-05-2018

Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðafélag má finna á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is

Skrifstofa STAMOS verður lokuð fimmtudaginn 24. maí 2018

22-05-2018

Næstkomandi fimmtudag verður skrifstofa STAMOS lokuð. Hægt er er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið gudrun@stamos.is,  Ef skila þarf gögnum má skila þeim í umslagi merkt STAMOS Pósthólf 275, í Pósthúsið Háholti. Skrifstofan opnar mánudaginn 28. maí á hefðbundnum tíma.

 

 

 

Sala hafin á Útilegukorti og Veiðikorti 2018

27-04-2018

Frá og með mánudeginum 30.apríl næstkomandi verður hægt að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á skrifstofu STAMOS.

 

 

Sumarúthlutun 2018

23-04-2018

Kæru félagsmenn,  opnað hefur verið fyrir Sumarúthlutun 2018

 

Aðalfundur Stamos 26.apríl 2018 kl. 17:00

18-04-2018

Aðalfundur Starfsmannfélags Mosfellsbæjar

verður haldinn fimmtudaginn 26.04. 2018   kl: 17:00

á skrifstofu félagsins að Þverholti 3

Dagskrá :

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.
  3. Tillögur til lagabreytinga
  4. Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
  5. Kosning stjórnar samkvæmt 6. gr.
  6. Kosning skoðunarmanna
  7. Kosning fulltrúa á þing BSRB.
  8. Önnur mál

                                                                

Stjórn STAMOS

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

09-04-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 11. apríl nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 11. apríl nk. 

kl. 16.30: B deild Brúar lífeyrissjóðs – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  
kl. 17.30: A deild
kl. 18.30: V deild

Skráning hér

 

Skrifstofa Stamos verður lokuð miðvikudaginn 28 mars 2018

27-03-2018

Skrifstofan opnar 3. apríl á hefðbundnum tíma

Laun BSRB félaga sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1.4%

13-03-2018

Samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna sem eru í BSRB eða Alþýðusambandi Íslands var undirritað á skrifstofu BSRB í hádeginu í dag. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins.

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið

27-02-2018

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið og þeir sem hafa fengið úthlutað hafa frest til 9. mars nk. til að greiða úthlutunina.

 

Opnunartími í mars 2017

26-02-2018

Félagsmenn athugið!

Opnunartími skrifstofu í mars verður sem hér segir:

 

 

Páskaúthlutun 2018 - Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018

15-02-2018

Kæru félagsmenn  

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús/íbúð um Páskana 2018

Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018