Fréttir


Skrifstofa STAMOS verður lokuð fimmtudaginn 24. maí 2018

22-05-2018

Næstkomandi fimmtudag verður skrifstofa STAMOS lokuð. Hægt er er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið gudrun@stamos.is,  Ef skila þarf gögnum má skila þeim í umslagi merkt STAMOS Pósthólf 275, í Pósthúsið Háholti. Skrifstofan opnar mánudaginn 28. maí á hefðbundnum tíma.

 

 

 

Sala hafin á Útilegukorti og Veiðikorti 2018

27-04-2018

Frá og með mánudeginum 30.apríl næstkomandi verður hægt að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á skrifstofu STAMOS.

 

 

Sumarúthlutun 2018

23-04-2018

Kæru félagsmenn,  opnað hefur verið fyrir Sumarúthlutun 2018

 

Aðalfundur Stamos 26.apríl 2018 kl. 17:00

18-04-2018

Aðalfundur Starfsmannfélags Mosfellsbæjar

verður haldinn fimmtudaginn 26.04. 2018   kl: 17:00

á skrifstofu félagsins að Þverholti 3

Dagskrá :

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.
  3. Tillögur til lagabreytinga
  4. Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
  5. Kosning stjórnar samkvæmt 6. gr.
  6. Kosning skoðunarmanna
  7. Kosning fulltrúa á þing BSRB.
  8. Önnur mál

                                                                

Stjórn STAMOS

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

09-04-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 11. apríl nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 11. apríl nk. 

kl. 16.30: B deild Brúar lífeyrissjóðs – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar – Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar  
kl. 17.30: A deild
kl. 18.30: V deild

Skráning hér

 

Skrifstofa Stamos verður lokuð miðvikudaginn 28 mars 2018

27-03-2018

Skrifstofan opnar 3. apríl á hefðbundnum tíma

Laun BSRB félaga sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1.4%

13-03-2018

Samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna sem eru í BSRB eða Alþýðusambandi Íslands var undirritað á skrifstofu BSRB í hádeginu í dag. Laun félaga í BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins.

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið

27-02-2018

Páskaúthlutun 2018 er nú lokið og þeir sem hafa fengið úthlutað hafa frest til 9. mars nk. til að greiða úthlutunina.

 

Opnunartími í mars 2017

26-02-2018

Félagsmenn athugið!

Opnunartími skrifstofu í mars verður sem hér segir:

 

 

Páskaúthlutun 2018 - Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018

15-02-2018

Kæru félagsmenn  

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í orlofshús/íbúð um Páskana 2018

Umsóknarfresti lýkur 26. febrúar 2018

 

 

 

Námskeið um lífeyrismál við starfslok hjá Brú lífeyrissjóði

15-02-2018

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 21. febrúar nk.

Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða

13-02-2018

Ágæti félagsmaður

Við vekjum athygli á að í síðustu kjarasamningum var samþykkt að veita persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða skv. grein 10.2.1 sem gildir frá 1. janúar 2018.

 

Raunfærnimat

06-02-2018

Áttu einingar en ert ekki búin(n) að ljúka stúdentsprófi?

Starfsmennt er að fara af stað með raunfærnimat í samvinnu við Háskólabrú Keilis

Til að sjá nánar þá smelltu  - HÉR-

Skrifstofan lokuð fimmtudaginn 11.janúar 2018

10-01-2018

Af óviðráðanlegum orsökum verður skrifstofan lokuð á morgun, fimmtudaginn 11.janúar 2018. Venjulegur opnunartími aftur í næstu viku.  Næsti stjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar 2018.

Jólakveðja og opnunartími framundan

18-12-2017

Stjórn og starfsmaður STAMOS, Starfsmannafélags Mosfellsbæjar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og samstarfsfólki öllu hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Einnig sendum við þakkir fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Rafræn innskráning á Orlofsvef félagsins eftir áramót

12-12-2017

Eftir áramót verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu félagsins.  Félagsmenn skrái sig inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki.  Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum STAMOS

Helgar- og vikuleiga til 16.mars 2018

27-11-2017

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 16.mars 2018
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær.

Næsti stjórnarfundur STAMOS

31-10-2017

Næsti stjórnarfundur STAMOS verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember kl. 10

Félagsmönnum sem óska eftir að koma umsóknum/erindum á fundinn er bent á að senda þær í pósti:

STAMOS,   Pósthólf 275,   270  Mosfellsbæ

Hægt er að hafa samband við: 
Eddu Davíðsdóttur, formann í síma 615-1532 - eða  -  edda@mos.is 
Jenný Jónsdóttur, gjaldkera í   jenny@mos.is

 

 

Morgunverðarfundur með trúnaðarmönnum og stjórn Stamos

12-10-2017

Þann 12. október var haldinn morgunverðarfundur með trúnaðarmönnum og stjórn Stamos. Rætt var um mikilvægi hlutverks trúnaðarmanna, einnig um nauðsyn fræðslu og stuðnings frá félagi og forstöðumönnum svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem allra best.

Opnað hefur verið fyrir haustbókanir í orlofshús/íbúð félagsins, eða frá 1/9 til 1/12 2017

16-08-2017

Kæru félagsmenn       

Opnað hefur verið fyrir haustbókanir í orlofshús/íbúð félagsins eða frá 1/9 til 1/12 2017