Fréttir


Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum óverðtryggð lán

12-10-2016

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga býður nú sjóðfélögum sínum upp á óverðtryggð íbúðarlán, nú með 6,44% breytilegum vöxtum. Sjóðurinn kemur þannig til móts við eftirspurn sjóðfélaga sinna um óverðtryggð lán, en fyrir hefur sjóðurinn eingöngu veitt lán á föstum verðtryggðum vöxtum sem nú eru 3,7%.

Samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi

04-10-2016

BSRB og Alþýðusamband Íslands efna til samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi sem starfa mun leigja út íbúðir til fólks með lágar- og meðaltekjur og verður rekið án hagnaðarmarkmiða. Höfundur bestu tillögunar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.

Bréf formanns BSRB um lífeyrismálin

21-09-2016

Kæri félagsmaður

Í meðfylgjandi link má lesa bréf frá formanni BSRB þar sem farið er yfir samkomulag um lífeyrismálin sem hafa verið í umræðunni undanfarna daga.

Félagsmenn athugið!

21-09-2016
Vikuna 26.- 29. september verður skrifstofa félagsins aðeins opin á fimmtudeginum 29. september, á hefðbundnum tíma kl. 13 - 17
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið stamos@stamos.is
 
 

Opnað hefur verið fyrir haust bókanir í orlofshúsið í Vaðnesi og orlofsíbúðina á Akureyri.

27-07-2016

Félagsmenn geta bókað sjálfir og gengið frá bókun á Orlofssíðu félagsins    

https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Account/Login
Innskráning er með kennitölu og netfangi.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga fær nýtt nafn

28-06-2016

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og fylgir nýju nafni bæði nýtt útlit fyrir sjóðinn og heimasíða www.lifbru.is

Aðalfundur STAMOS mánudaginn 23. maí 2016

17-05-2016

Aðalfundur

Starfsmannfélags Mosfellsbæjar

verður haldin mánudaginn 23. maí 2016   kl: 17:30

á skrifstofu félagsins að Þverholti 3

Dagskrá :

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.
  3. Tillögur til lagabreytinga    
  4. Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
  5. Kosning stjórnar samkvæmt 6. gr.
  6. Kosning skoðunarmanna
  7. Önnur mál sem fram koma á fundinum.

                                                                           

                                                                Stjórn STAMOS

Lausar vikur í sumar - opið fyrir umsóknir

02-05-2016

Kæru félagsmenn Stamos.

Nú er fyrstu sumarúthlutun á nýjum orlofsvef lokið. 

1. maí 2016

29-04-2016

Mætum öll í kröfugöngu 1. maí!

 

Golfkortið 2016 er komið í sölu

18-04-2016

Kortið kostar kr. 1.500.- og 2 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 4.500.- ​

Sjá heimasíðu  Golfkortsins  

Ævintýraóperan Baldursbrá - miðar á vildarkjörum fyrir félgsmenn

14-04-2016

Vegna fjölda áskorana verður hin stjörnum prýdda ævintýraópera Baldursbrá sýnd á þremur aukasýningum í Norðurljósasal Hörpu dagana 20.­22. maí nk. Óperan er sem kunnugt er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og fékk mikið lof þegar hún var frumsýnd.

Veiðikortið 2016 er komið í sölu

11-04-2016

Kortið kostar kr. 2.500.- og 2 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 6.900.- Sjá heimasíðu Veiðikortsins  http://www.veidikortid.is/is/

Útilegukortið 2016 er komið í sölu

11-04-2016

Kortið kostar kr. 5.500.- og 5 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 15.900.  Sjá heimasíðu Útilegukortsins  http://utilegukortid.is/

Sumarúthlutun 2016

04-04-2016

Félagsmenn athugið að frestur til að sækja um dvöl í orlofshúsi / íbúð félagsins sumarið 2016 rennur út föstudaginn 15. apríl 2016

Sótt er um á orlofsvefnum okkar á heimasíðu félagsins www.stamos.is

Orlofsvefur Stamos hefur verið opnaður

16-03-2016

Orlofsvefurinn á heimasíðu Stamos hefur verið opnaður og hægt að sækja um í Vaðnesi og Akureyri með rafrænum hætti.

 

 

BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

14-03-2016

Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins

.

Hádegisverðarfundur 8. mars 2016 á Grand hótel Reykjávík

02-03-2016

Samkvæmt venju bjóða BSRB, ASÍ, BHM, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa til hádegisverðarfundar klukkan 11:45 á Grand hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Yfirskrift fundarins er „Örugg í vinnunni? – Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum“.

Skýr andstaða við einkavæðingu heilsugæslustöðva

29-02-2016

Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila.

 

 

Umsóknarfrestur vegna Páskaviku rennur út 26. febrúar 2016

15-02-2016

Nú er verið að taka á móti umsóknum í orlofshús/íbúð félagsins á Akureyri og í Vaðnesi. 

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2016

Umsóknareyðublað

Páskavikan - vorum að opna fyrir umsóknir um Páskana

25-01-2016

Nú er opið fyrir umsóknir í orlofshús okkar í Vaðnesi og orlofsíbúðina á Akureyri um Páskavikuna

Umsóknarfrestur er til föstudags 26. febrúar 2016.