Fréttir


Ævintýraóperan Baldursbrá - miðar á vildarkjörum fyrir félgsmenn

14-04-2016

Vegna fjölda áskorana verður hin stjörnum prýdda ævintýraópera Baldursbrá sýnd á þremur aukasýningum í Norðurljósasal Hörpu dagana 20.­22. maí nk. Óperan er sem kunnugt er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og fékk mikið lof þegar hún var frumsýnd.

Veiðikortið 2016 er komið í sölu

11-04-2016

Kortið kostar kr. 2.500.- og 2 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 6.900.- Sjá heimasíðu Veiðikortsins  http://www.veidikortid.is/is/

Útilegukortið 2016 er komið í sölu

11-04-2016

Kortið kostar kr. 5.500.- og 5 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 15.900.  Sjá heimasíðu Útilegukortsins  http://utilegukortid.is/

Sumarúthlutun 2016

04-04-2016

Félagsmenn athugið að frestur til að sækja um dvöl í orlofshúsi / íbúð félagsins sumarið 2016 rennur út föstudaginn 15. apríl 2016

Sótt er um á orlofsvefnum okkar á heimasíðu félagsins www.stamos.is

Orlofsvefur Stamos hefur verið opnaður

16-03-2016

Orlofsvefurinn á heimasíðu Stamos hefur verið opnaður og hægt að sækja um í Vaðnesi og Akureyri með rafrænum hætti.

 

 

BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

14-03-2016

Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins

.

Hádegisverðarfundur 8. mars 2016 á Grand hótel Reykjávík

02-03-2016

Samkvæmt venju bjóða BSRB, ASÍ, BHM, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa til hádegisverðarfundar klukkan 11:45 á Grand hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Yfirskrift fundarins er „Örugg í vinnunni? – Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum“.

Skýr andstaða við einkavæðingu heilsugæslustöðva

29-02-2016

Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila.

 

 

Umsóknarfrestur vegna Páskaviku rennur út 26. febrúar 2016

15-02-2016

Nú er verið að taka á móti umsóknum í orlofshús/íbúð félagsins á Akureyri og í Vaðnesi. 

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2016

Umsóknareyðublað

Páskavikan - vorum að opna fyrir umsóknir um Páskana

25-01-2016

Nú er opið fyrir umsóknir í orlofshús okkar í Vaðnesi og orlofsíbúðina á Akureyri um Páskavikuna

Umsóknarfrestur er til föstudags 26. febrúar 2016.  

Skrifstofan verður lokuð fimmtudaginn 14. janúar 2016

13-01-2016

Vegna áríðandi fundar á skriftofu BSRB verður skrifstofa Stamos lokuð fimmtudaginn 14. janúar 2016.  Næsti opnunartími er mánudagurinn 18. janúar kl. 12-13.  Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.                Alltaf er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti og verður reynt að bregðast fljótt við því.

 

Komin niðurstaða kosninga

11-12-2015

Niðurstöður liggja nú fyrir úr atkvæðagreiðslu um framlengingu og breytingu á Kjarasamning Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Samningarnir voru samþykktir af meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosningunni.

Þátttaka í kosningu var 39,30%

Já - sögðu 77%

Nei - sögðu 23%

 

Minni á rafræna kosningu

09-12-2015

Kæru félagsmenn Stamos

 

 

Áríðandi kynningarfundur fyrir félagsmenn Stamos

01-12-2015

vegna kjarasamninga Stamos við Samband Íslenskar Sveitafélaga
verður haldinn kynningarfundur næstkomandi fimmtudag 3.desember. kl: 17:00

Samninganefnd Stamos hefur gert kjarasamning

25-11-2015

Samninganefnd Stamos hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.

Samkomulag SNS og BSRB má sjá  HÉR

 

 

Frestur umsókna og fylgigagna fyrir árið 2015

25-11-2015

Frestur umsókna og fylgigagna 2015

 

Viðræðum við sveitarfélögin í hnút

12-11-2015

viðræðum hefur verið slitið og deilan send til ríkissáttasemjara

 

Orlofsvefur Stamos

07-10-2015

Orlofsvefur opnar á heimasíðu Stamos

 

Vinna við kjarasamninga

06-10-2015

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa átt nokkuð reglulega fundi síðustu vikur. Talsvert hefur hefur miðað í viðræðum um réttindahluta nýs samnings en viðræður um launaliðinn þokast hægt.

Hægt þokast hjá bæjarstarfsmannafélögum

28-09-2015

Sameiginlega samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB hefur undanfarið setið á samningafundum ásamt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.