Fréttir


Kjara - og viðhorfskönnun BSRB

23-04-2012
Við minnum félagsmenn BSRB á að kjara- og viðhorfskönnunin sem Capacent Gallup er að framkvæma fyrir bandalagið er enn opin. Nú eru allra síðustu forvöð að svara könnuninni og BSRB hvetur alla félagsmenn eindregið til að taka þátt í könnuninni enda skapar könnunin mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB.

Kosningar um kjarasamninga

09-06-2011
Kosning hófst kl. 12.00 í dag, fimmtudaginn 9. júní og henni líkur kl. 20.00 þriðjudaginn 14. júní. Félagsmenn fá vef- eða bréfapóst með lykilorði sem þeir nota þegar þeir kjósa. Tengill inná kosninguna er hér til hægri á síðunni (Kosning) ef síðan birtist með ensku texta þá smellið á íslenska fánann efst á síðunni. Aðeins er hægt að kjósa einu sinni á hverju lykilorði.
Ef einhverjir hafa ekki tölvuaðgang þá bendum við þeim á að hafa samband við skrifstofu eða formann síns félags og fá aðstoð.

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn segi sitt álit með því að kjósa og viljum við því hvetja félagmenn til að nota atkvæðisrétt sinn og taka þar með afstöðu til samningsins.

Samflotið skrifar undir

30-05-2011
Samflot, samtök bæjarstarfsmannafélaga, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2011 til 30. september 2014. Launahækkanir og eingreiðslur samningsins eru á svipuðum nótum og samið var um á almenna vinnumarkaðnum fyrr í mánuðnum. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstunni og skal atkvæðagreiðslu vera lokið 15. júní n.k.
 

Sérstok Orlofsuppbót

30-03-2011

Þrátt fyrir að ekki sé lokið við gerð kjarasamnings þá hefur Samninganefnd Sambandsins beint þeim tilmælum til sveitarfélaga sem hún semur fyrir, að greiða út orlofsuppbót núna 1. maí eins og kjarasamningur gerir ráð fyrir. Greidd verður sama upphæð og á síðasta ári eða kr. 25.800 fyrir fullt starf, sjá nánar í grein 1.8 í kjarasamningi aðila.

Verði samið um hærri orlofsuppbót verður mismunurinn greiddur út í næstu útborgun eftir að samningum er náð

Velferðarráðherra verður á opnum fundi í BSRB-húsinu

22-02-2011
Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, verður á opnum fundi í BSRB-húsinu, að Grettisgötu 89, fimmtudaginn nk., 24. febrúar, klukkan 16.30. Ráðherra mun þar fara yfir nýbirt neysluviðmið, sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarið. Að loknu erindi ráðherra verða umræður um málið. Fundurinn er öllum opinn.

BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð

22-02-2011

BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð. Svæðið er staðsett vestan við Þjóðveg 1, á móts við Munaðarnes sem Norðurá rennur austan við. Gljúfurá liggur vestan við svæðið. Orlofssvæðið er að stórum hluta vaxið birkikjarri og er þekkt fyrir heita sumardaga og mikla veðursæld. Að auki eru til leigu tvær auðar lóðir á svæðinu, sem reisa á orlofshús á.

Starfsmennt Vor 2011

13-01-2011
Nýr bæklingur Starfsmenntar  vor 2011 komin út

Styrkir styrktarsjóðs BSRB hækka

22-11-2010
Stjórn Styrktarsjóðs BSRB hefur ákveðið að hækka styrki verulega frá og með 1. janúar 2011. Er það gert til að koma til móts við félagsmenn vegna niðurskurðar og vaxandi atvinnuleysis. Svo dæmi sé tekið mun fæðingarstyrkur hækka úr 170.000 krónum í 220.000 krónur miðað við 100% starf. Miðast hækkunin við börn fædd eftir 1. janúar 2011, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 2011 hyggst ríkisstjórnin skerða greiðslur til fæðingarorlofssjóðs.
 

Desemberuppbót 2010

15-11-2010

Í ár er persónuuppbót skv. grein 1.7.1 í kjarasamningi Samflots við LN kr. 72.399 fyrir fullt starf,

Starfsmennt

22-10-2010

Gengið hefur verið frá samstarfi við fræðslusetrið Starfsmennt um aðild starfsmanna sveitarfélaga í bæjarstarfsmannafélögum innan Samflots. Félagsmenn í Samflotsfélögunum geta núna farið beint inn á Starfsmennt og sótt um námskeið eins og ríkisstarfsmenn.