Fréttir


1. maí Baráttudagur verkalýðsins

30-04-2015

1. maí um land allt

Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.

 

 

Páskavikan 2015

24-03-2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Páskahelgina í Vaðnesi og á Akureyri,
-- umsóknarfrestur er til föstudagsins 20. mars 2015
 

Skrifstofan formlega opnuð 15. janúar 2015

27-01-2015
Skrifstofa STAMOS var formlega opnuð 15. janúar 2015. Félagsmenn fögnuðu þessum áfanga og fengu til sín góða gesti. Þar má helsta nefna Elínu Björgu Jónsdóttur formann BSRB, Karl Rúnar Þórsson formann Sarfsmannafélags Hafnarfjarðar, Ingunni Hafdísi Þorláksdóttur frá Sarfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Auk þeirra komu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri.

Skrifstofa STAMOS opnar fljótlega

19-11-2014
Kæru félagsmenn

Á næstu dögum mun STAMOS opna skrifstofu að Þverholti 3, 1. hæð og eins og rætt var um á aðalfundi í vor.  Af því tilefni hefur verið ráðinn starfsmaður í 50% starf.  Starfsmaðurinn, Elín Lára Edvards hefur þegar hafið störf og er undirbúningur á fullu við að koma húsnæði og verklagi í gang.  Stjórnin bindur miklar vonir við þessa ráðstöfun.  Ljóst er að þetta mun auðvelda félagsmönnum að sinna sínum málum.    

Fljótlega munum við auglýsa hvenær skrifstofan opnar og nánar um opnunardaga.

 

Málþing um heilbrigðisþjónustu

24-10-2013
 Málþing um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu og þann mannauð sem þar starfar verður haldið á vegum BSRB að Grettisgötu 89,  þann 31. október 2013. Dagskráin hefst kl. 13:00 með setningu formanns BSRB og svo mun heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Ráðstefnan er öllum opin en dagskrá hennar má sjá hér að neðan.

1. maí 2013

29-04-2013

Útifundur verður haldinn á Ingólfstorgi í Reykjavík á Baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Farið verður í kröfugöngu frá Hlemmi og leggur hún af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.

 

Kjarakönnun BSRB

19-03-2013
Næstu daga munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB fá senda til sín kjarakönnun BSRB fyrir árið 2013 á tölvupóstnetföng sín. Það er Capacent sem framkvæmir könnunina fyrir BSRB. Bandalagið hvetur sem flesta til að taka þátt í könnuninni þar sem upplýsingarnar sem hún veitir munu gagnast BSRB til að fá betri yfirsýn yfir kjaramál félagsmanna bandalagsins. Könnunin hefur reynst vera öflugt tæki í réttindabaráttunni og þess vegna er mikilvægt að þátttaka í könnuninni sé með besta móti.
 

2200 ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur

13-12-2012
 Samkomulag var í dag undirritað um 2200 ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur. Markmið verkefnisins er að virkja þá atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, undirritaði samkomulagið fyrir hönd bandalagsins.

Samstarfsyfirlýsingin er milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, BSRB, BHM, ASÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga og SA, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Alls eru 3700 manns í hópi þeirra sem fullnýtt hafa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Markmiðið er að þeim verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á nýju ári en áætlað er að um 60% taki tilboði um vinnu og því þurfi um 2200 störf að vera í boði. Sveitarfélög muni bjóða upp á að minnsta kosti 660 starfstengd vinnumarkaðsúrræði, ríki og almenni vinnumarkaðurinn um 1500 starfstengd vinnumarkaðsúrræði.

Samstarfsyfirlýsingin er milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingar-sjóðs og Starfs vinnumiðlunar og ráðgjafar.

Desemberuppbótin

28-11-2012
 
Í ár er persónuuppbót skv. grein 1.7.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna aðildarfélaga Samflots, kr. 78.200 fyrir fullt starf. 
 
Starfsmaður í fullu starfi fær greidda desemberuppbót (persónuuppbót) 1. desember ár hvert.  Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. 
 
Sjá nánar í grein 1.7.1 í kjarasamningi aðila
 
Persónuuppbót félagsmanna aðildarfélaga Samflots sem fá laun eftir kjarasamningi við ríkið er kr. 50.500. 
 
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 
 
Sjá nánar í gr. 1.7.1 í kjarasamningi aðila

 

1 Maí hátíðarhöld

29-04-2012

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á baráttufund þann 1. maí. Hátíðarhöldin í Reykjavík fara fram að Ingólfstorgi en safnast verður saman við Hlemm kl. 13 og þaðan verður gengið niður Laugaveg að Ingólfstorgi þar sem útifundurinn hefst kl. 14:10.

 kaffisamsæti í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, að loknum útifundinum á Ingólfstorgi og þangað eru allir félagsmenn velkomnir.

Kjara - og viðhorfskönnun BSRB

23-04-2012
Við minnum félagsmenn BSRB á að kjara- og viðhorfskönnunin sem Capacent Gallup er að framkvæma fyrir bandalagið er enn opin. Nú eru allra síðustu forvöð að svara könnuninni og BSRB hvetur alla félagsmenn eindregið til að taka þátt í könnuninni enda skapar könnunin mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB.

Kosningar um kjarasamninga

09-06-2011
Kosning hófst kl. 12.00 í dag, fimmtudaginn 9. júní og henni líkur kl. 20.00 þriðjudaginn 14. júní. Félagsmenn fá vef- eða bréfapóst með lykilorði sem þeir nota þegar þeir kjósa. Tengill inná kosninguna er hér til hægri á síðunni (Kosning) ef síðan birtist með ensku texta þá smellið á íslenska fánann efst á síðunni. Aðeins er hægt að kjósa einu sinni á hverju lykilorði.
Ef einhverjir hafa ekki tölvuaðgang þá bendum við þeim á að hafa samband við skrifstofu eða formann síns félags og fá aðstoð.

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn segi sitt álit með því að kjósa og viljum við því hvetja félagmenn til að nota atkvæðisrétt sinn og taka þar með afstöðu til samningsins.

Samflotið skrifar undir

30-05-2011
Samflot, samtök bæjarstarfsmannafélaga, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2011 til 30. september 2014. Launahækkanir og eingreiðslur samningsins eru á svipuðum nótum og samið var um á almenna vinnumarkaðnum fyrr í mánuðnum. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstunni og skal atkvæðagreiðslu vera lokið 15. júní n.k.
 

Sérstok Orlofsuppbót

30-03-2011

Þrátt fyrir að ekki sé lokið við gerð kjarasamnings þá hefur Samninganefnd Sambandsins beint þeim tilmælum til sveitarfélaga sem hún semur fyrir, að greiða út orlofsuppbót núna 1. maí eins og kjarasamningur gerir ráð fyrir. Greidd verður sama upphæð og á síðasta ári eða kr. 25.800 fyrir fullt starf, sjá nánar í grein 1.8 í kjarasamningi aðila.

Verði samið um hærri orlofsuppbót verður mismunurinn greiddur út í næstu útborgun eftir að samningum er náð

Velferðarráðherra verður á opnum fundi í BSRB-húsinu

22-02-2011
Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, verður á opnum fundi í BSRB-húsinu, að Grettisgötu 89, fimmtudaginn nk., 24. febrúar, klukkan 16.30. Ráðherra mun þar fara yfir nýbirt neysluviðmið, sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarið. Að loknu erindi ráðherra verða umræður um málið. Fundurinn er öllum opinn.

BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð

22-02-2011

BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð. Svæðið er staðsett vestan við Þjóðveg 1, á móts við Munaðarnes sem Norðurá rennur austan við. Gljúfurá liggur vestan við svæðið. Orlofssvæðið er að stórum hluta vaxið birkikjarri og er þekkt fyrir heita sumardaga og mikla veðursæld. Að auki eru til leigu tvær auðar lóðir á svæðinu, sem reisa á orlofshús á.

Starfsmennt Vor 2011

13-01-2011
Nýr bæklingur Starfsmenntar  vor 2011 komin út

Styrkir styrktarsjóðs BSRB hækka

22-11-2010
Stjórn Styrktarsjóðs BSRB hefur ákveðið að hækka styrki verulega frá og með 1. janúar 2011. Er það gert til að koma til móts við félagsmenn vegna niðurskurðar og vaxandi atvinnuleysis. Svo dæmi sé tekið mun fæðingarstyrkur hækka úr 170.000 krónum í 220.000 krónur miðað við 100% starf. Miðast hækkunin við börn fædd eftir 1. janúar 2011, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 2011 hyggst ríkisstjórnin skerða greiðslur til fæðingarorlofssjóðs.
 

Desemberuppbót 2010

15-11-2010

Í ár er persónuuppbót skv. grein 1.7.1 í kjarasamningi Samflots við LN kr. 72.399 fyrir fullt starf,

Starfsmennt

22-10-2010

Gengið hefur verið frá samstarfi við fræðslusetrið Starfsmennt um aðild starfsmanna sveitarfélaga í bæjarstarfsmannafélögum innan Samflots. Félagsmenn í Samflotsfélögunum geta núna farið beint inn á Starfsmennt og sótt um námskeið eins og ríkisstarfsmenn.