Fréttir


BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð

22-02-2011

BSRB auglýsir til sölu 17 orlofshús í Stóruskógum í Borgarbyggð. Svæðið er staðsett vestan við Þjóðveg 1, á móts við Munaðarnes sem Norðurá rennur austan við. Gljúfurá liggur vestan við svæðið. Orlofssvæðið er að stórum hluta vaxið birkikjarri og er þekkt fyrir heita sumardaga og mikla veðursæld. Að auki eru til leigu tvær auðar lóðir á svæðinu, sem reisa á orlofshús á.

Starfsmennt Vor 2011

13-01-2011
Nýr bæklingur Starfsmenntar  vor 2011 komin út

Styrkir styrktarsjóðs BSRB hækka

22-11-2010
Stjórn Styrktarsjóðs BSRB hefur ákveðið að hækka styrki verulega frá og með 1. janúar 2011. Er það gert til að koma til móts við félagsmenn vegna niðurskurðar og vaxandi atvinnuleysis. Svo dæmi sé tekið mun fæðingarstyrkur hækka úr 170.000 krónum í 220.000 krónur miðað við 100% starf. Miðast hækkunin við börn fædd eftir 1. janúar 2011, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 2011 hyggst ríkisstjórnin skerða greiðslur til fæðingarorlofssjóðs.
 

Desemberuppbót 2010

15-11-2010

Í ár er persónuuppbót skv. grein 1.7.1 í kjarasamningi Samflots við LN kr. 72.399 fyrir fullt starf,

Starfsmennt

22-10-2010

Gengið hefur verið frá samstarfi við fræðslusetrið Starfsmennt um aðild starfsmanna sveitarfélaga í bæjarstarfsmannafélögum innan Samflots. Félagsmenn í Samflotsfélögunum geta núna farið beint inn á Starfsmennt og sótt um námskeið eins og ríkisstarfsmenn.