Reglugerð fyrir Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Mosfellsbæjar
 
1. gr.  Sjóðurinn heitir Starfsmenntunarsjóður STAMOS og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í þessari greinagerð.
2. gr.  
Tekjur sjóðsins eru :
   a)     Framlag bæjarsjóðs samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Starfsmannafélags
           Mosfellsbæjar og Bæjarsjóðs Mosfellsbæjar.
   b)     Vaxtatekjur.
3. gr.  Markmið sjóðsins eru:
Að styrkja félaga í STAMOS til náms er nýtist viðkomandi í starfi.   Að starfsmenn eigi án verulegs kostnaðar kost á námskeiðum sem gerir þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf og gerir þá hæfari einstaklinga.
4. gr.  Heimilt er að sjóðurinn taki þátt í kostnaði af námskeiðum eða einstökum fyrirlestrum fyrir starfshópa eða félagsmenn STAMOS almennt, sem efnt kynni að vera til fyrir forgöngu STAMOS eða Mosfellsbæjar eða þessara aðila sameiginlega. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja fræðslu- og menningarferðir einstakra starfshópa.
5. gr.  Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana samþykktir sínar.
6. gr.  Reglur þessar skulu endurskoðaðar í febrúar ár hvert.
7. gr.  Reglugerð þessi öðlast gildi við samþykkt aðalfundar.
                                                    Tók gildi 22. maí 2008     

Úthlutunarreglur starfsmenntunarsjóðs STAMOS
Félagsmenn sem sækja um styrk úr sjóðnum skulu senda stjórn starfsmannafélagsins umsókn, á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem finna má á heimasíðu félagsins, www.stamos.is   Ef sækja á um styrk samkvæmt  1.gr.  skal koma fram lýsing á því námi, námskeiði eða verkefni sem styrkurinn skal notast í. Frumrit að reikningi og staðfesting á amk. 80% mætingu undirrituð af kennara og/eða leiðbeinenda skal fylgja umsókninni.  Ef sækja á um styrk samkvæmt  2. gr.  vegna námsferða innan- eða utanlands þarf að koma bréf frá viðkomandi stofnun um tilgang og markmið ferðar auk nafnalista árituðum af yfirmanni. Auk þess þarf að koma staðfesting frá þeirri stofnun sem heimsótt er, afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs kostnaðar.  Á þessum grundvelli tekur stjórnin ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi fær.
1.gr .
Aðeins fastráðnir starfsmenn geta sótt um styrk úr sjóðnum  og skal þeirri meginreglu vera fylgt að starfsmaður eigi rétt á úthlutun úr sjóðnum eftir eins árs starf. Hámarksupphæð styrks úr Starfsmenntunarsjóði  er 110.000.- á hverju tveggja ára tímabili. Styrkurinn miðast við starfshlutfall á ráðningarsamning.
2.gr.
Einstakir starfshópar, vegna fræðslu og menningaferða, geta fengið úthlutun þriðja hvert ár að hámarki kr. 70.000.-  Styrkurinn er eingöngu ætlaður þeim sem fá ekki styrk úr Mannauðssjóði eða sambærilegum sjóðum.
3.gr
Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna og tilgreina m.a. nákvæmlega til hvers þeir ætla að verja styrkfénu.
4.gr.
Umsækjandi þarf að vera í starfi bæði þegar hann sækir um styrk og notar hann.
5.gr
Greiðslur úr sjóðnum vegna 2. og 3. gr. fara fram eftir að umsækjandi hefur skilað inn gögnum í samræmi við 1. grein. fyrir 15. hvers mánaðar.
      Tók gildi 1. september 2016


Umsókn starfsmenntasjóðs STAMOS HÉR

 

 

Reglugerð fyrir Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Mosfellsbæjar

 

1. gr.  Sjóðurinn heitir Starfsmenntunarsjóður STAMOS og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í þessari greinagerð.

2. gr.  

Tekjur sjóðsins eru :

   a)     Framlag bæjarsjóðs samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Starfsmannafélags

           Mosfellsbæjar og Bæjarsjóðs Mosfellsbæjar.

   b)     Vaxtatekjur.

3. gr.  Markmið sjóðsins eru:

Að styrkja félaga í STAMOS til náms er nýtist viðkomandi í starfi.   Að starfsmenn eigi án verulegs kostnaðar kost á námskeiðum sem gerir þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf og gerir þá hæfari einstaklinga.

4. gr.  Heimilt er að sjóðurinn taki þátt í kostnaði af námskeiðum eða einstökum fyrirlestrum fyrir starfshópa eða félagsmenn STAMOS almennt, sem efnt kynni að vera til fyrir forgöngu STAMOS eða Mosfellsbæjar eða þessara aðila sameiginlega. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja fræðslu- og menningarferðir einstakra starfshópa.

5. gr.  Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana samþykktir sínar.

6. gr.  Reglur þessar skulu endurskoðaðar í febrúar ár hvert.

7. gr.  Reglugerð þessi öðlast gildi við samþykkt aðalfundar.

                                                    Tók gildi 22. maí 2008     

Úthlutunarreglur starfsmenntunarsjóðs STAMOS

Félagsmenn sem sækja um styrk úr sjóðnum skulu senda stjórn starfsmannafélagsins umsókn, á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem finna má á heimasíðu félagsins, www.stamos.is   Ef sækja á um styrk samkvæmt  1.gr.  skal koma fram lýsing á því námi, námskeiði eða verkefni sem styrkurinn skal notast í. Frumrit að reikningi og staðfesting á amk. 80% mætingu undirrituð af kennara og/eða leiðbeinenda skal fylgja umsókninni.  Ef sækja á um styrk samkvæmt  2. gr.  vegna námsferða innan- eða utanlands þarf að koma bréf frá viðkomandi stofnun um tilgang og markmið ferðar auk nafnalista árituðum af yfirmanni. Auk þess þarf að koma staðfesting frá þeirri stofnun sem heimsótt er, afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs kostnaðar.  Á þessum grundvelli tekur stjórnin ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi fær.

1.gr .

Aðeins fastráðnir starfsmenn geta sótt um styrk úr sjóðnum  og skal þeirri meginreglu vera fylgt að starfsmaður eigi rétt á úthlutun úr sjóðnum eftir eins árs starf. Hámarksupphæð styrks úr Starfsmenntunarsjóði  er 110.000.- á hverju tveggja ára tímabili. Styrkurinn miðast við starfshlutfall á ráðningarsamning.

2.gr.

Einstakir starfshópar, vegna fræðslu og menningaferða, geta fengið úthlutun þriðja hvert ár að hámarki kr. 70.000.-  Styrkurinn er eingöngu ætlaður þeim sem fá ekki styrk úr Mannauðssjóði eða sambærilegum sjóðum.

3.gr

Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna og tilgreina m.a. nákvæmlega til hvers þeir ætla að verja styrkfénu.

4.gr.

Umsækjandi þarf að vera í starfi bæði þegar hann sækir um styrk og notar hann.

5.gr

Greiðslur úr sjóðnum vegna 2. og 3. gr. fara fram eftir að umsækjandi hefur skilað inn gögnum í samræmi við 1. grein. fyrir 15. hvers mánaðar.

      Tók gildi 1. september 2016

Umsóknareyðublað HÉR