Fréttir


Orlofsvefur Stamos

07-10-2015

Orlofsvefur opnar á heimasíðu Stamos

 

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að koma á rafrænum umsóknum í sumarhús/íbúð félagsins á bókunarvef sveitarfélaganna sem nefnist Hannibal.   Auk þess að starfsmenn geti bókað sjálfir lausa daga í Vaðnesi og á Akureyri geta félagsmenn fylgst með punktastöðu sinni og notkun.  Ýmislegt annað kemur til með að vera í boði í gegnum vefinn, m.a. kaup á gjafakortum Icelandair, kaup á Útilegu- og Veiðikortum svo fátt eitt sé nefnt.  Vonir standa til að vefurinn verði tekinn í notkun þegar lengra líður á haustið.