Fréttir


Samninganefnd Stamos hefur gert kjarasamning

25-11-2015

Samninganefnd Stamos hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.

Samkomulag SNS og BSRB má sjá  HÉR

 

 

Samningarnir taka mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum fimmtudaginn 3. des. Kl 17:00 á skrifstofu Stamos, Þverholti 3.

 Að kynningu lokinni mun kosning um samninginn hefjast . 

Kosningar  verða rafrænar, félagsmenn munu fá sendan link inn á kosninguna í tölvupósti. 

Þeir  sem að þurfa aðstoð við kosninguna mun geta fengið hana á opnunartímum skrifstofu Stamos, dagana sem að kosningar standa yfir. 

niðurstaða kosninga verður kynnt 11. desember.