Fréttir


Orlofsvefur Stamos hefur verið opnaður

16-03-2016

Orlofsvefurinn á heimasíðu Stamos hefur verið opnaður og hægt að sækja um í Vaðnesi og Akureyri með rafrænum hætti.

 

 

Félagsmenn geta nú skráð sig inn á vefinn og sótt um orlofsdaga fram til 6. maí 2016  undir liðnum "Laust"

Einnig geta félagsmenn nú sótt um Sumarúthlutun 2016 undir liðnum "Umsóknir" Umsóknarfrestur um sumarúthlutun er til og með 15. apríl 2016.

Mikilvægt er að umsækjendur fylli vandlega út upplýsingaformið á umsóknarsíðunni, s.s. heimilisfang, síma og netfang.  Athugið að lyklar að Vaðnesi eru áfram afhentir leigjendum á skrifstofu félagsins að Þverholti 3, 1. hæð -  á fimmtudegi fyrir brottför og skilað eftir helgina á sama stað, nema að anna sé tekið fram.

Allar umsóknir  um Sumarúthlutun 2016 fara í afgreiðslugrunn sem unnið er úr eftir að umsóknarfresti lýkur sem er 15. apríl.  Umsóknir eru metnar og úthlutað á grundvelli punktastöðu umsækjanda.  Þeir sem fá úthlutað fá staðfestingarbréf í tölvupósti með númeri úthlutunar.  Með sama hætti er sent tölvubréf til þeirra sem fá synjun en umsóknir þeirra fara sjálfvirkt á biðlista.

Orlofsvefur