Fréttir


Lausar vikur í sumar - opið fyrir umsóknir

02-05-2016

Kæru félagsmenn Stamos.

Nú er fyrstu sumarúthlutun á nýjum orlofsvef lokið. 

Enn eru lausar vikur í sumar og frá og með 3. maí 2016 geta félagsmenn Stamos sótt um þær á orlofsvefnum en nú á við kerfið „fyrstur kemur fyrstur fær“   og pöntunin er greidd strax og frágengin á vefnum.  

Félagsmenn skrá sig inn með kennitölu og netfangi.

https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Account/Login

Ath!  Fyrir Akureyri, prenta þarf út kvittun,  henni er svo framvísað hjá Securitas á Akureyri til að fá lykla afhenta að íbúðinni.  Lyklum skilað á sama stað.

Ath!  Fyrir Vaðnes,   lykill er afhentur á skrifstofu Stamos, fimmtudegi fyrir dvöl á opnunartíma kl. 13 – 17.  Lykli skilað á mánu- eða þriðjudegi kl. 12-13 á sama stað nema annað sé tekið fram.

Á opnunartíma skrifstofu Stamos í Þverholti 3, 1. hæð-  geta félagsmenn fengið aðstoð við bókun orlofsviku.

Opnunartímar skrifstofu Stamos:

Mánudagar – miðvikudagar kl. 12-13

Fimmtudagar  kl. 13-17

Lokað föstudaga.