Fréttir


Kvennafrídagur 24. október 2016

20-10-2016

Sæl öll,

Í ljósi niðurstaðna nýlegra launakannana m.a. SFR, StRv, VR og BHM hefur verið ákveðið að endurtaka Kvennafrídag sem verður 24. október n.k. Þann dag kl. 14:38 ganga konur út um allt land af vinnustöðum og sýna þannig samstöðu í verki. Markmiðið með kvennafrídeginum er það sama og fyrir 41 ári, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Saman gerum við kjaramál kvenna að stærsta máli í kosningabaráttunni! BSRB tekur þátt í undirbúningi og skipulagi viðburðar vegna þessa ásamt öðrum samtökum launafólks og kvennahreyfingunni.

 

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17 miðað við atvinnutekjur karla. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. Mótmælum kynbundnum kjaramun á fundi sem hefst kl. 15:15 á Austurvelli þann 24. október n.k.

Mig langar að biðja ykkur um eftirfarandi svo við getum vakið sem mesta athygli á Kvennafríinu:

  1. Gott væri ef þið gætuð vakið athygli á facebook síðu kvennafrís á ykkar síðum www.facebook.com/kvennafri og viðburðinn sjálfan https://www.facebook.com/events/174019473048753/   (fyrir þá sem eru á fleiri miðlum þá er einnig -  www.twitter.com/kvennafri , www.instagram.com/kvennafri, www.snapchat.com/kvennafri )
  2. Hvettu konur til að melda sig inn á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/174019473048753/
  3. Hvettu félagskonur til að taka myndir af sér og starfsfélögunum á vinnustað og dreifa á samfélagsmiðlunum með myllumerkjum #kvennafri og #jöfnkjör (sjá dæmi hér fyrir neðan)
  4. Hvettu konur til að skipta um prófílmynd - hægt er að sækja mynd á http://www.kvennafri.is/samband
  5. Búið þið úti á landi? Viljið þið hóa saman konum í ykkar miðbæ? Við viljum endilega heyra af þessum áætlunum til að deila með fólki!

 

Svo er annað hópverkefni, sem allar konur landsins geta tekið þátt í. Það gengur út á að minnast þess hvar við vorum í þau skipti sem Kvennafrí hefur verið haldið frá 1975. Setja upp myndir eða segja sögur. Konurnar ráða hvernig þær setja myndir upp, hvort það verður prófílmynd eða bara mynd sem þær eiga og saga sem fylgir með sem þær dreifa sem færslu. Og merkja með myllumerkjunum #kvennafri og #jöfnkjör. Um að gera að hvetja alla til að taka þátt í kvennafríinu 24. október n.k. þá leggja konur niður störf kl. 14:38 og hittast á Austurvelli kl. 15:15. Flott að setja myllumerkin #jöfnkjör #kvennafri við færsluna (muna að stilla á að færslan sé opin öllum (e.public)

Dæmi um facebook myndir af konum í sínum störfum (gott að setja nafn, starfsheiti og vinnustað ásamt myllumerkjunum tveimur #kvennafri og #jöfnkjör og muna að stilla færsluna þannig að hún sé opin öllum (e.public)