Fréttir


1. maí hátíðarhöld - Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins

30-04-2019

Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins verður fagnað í dag 1. maí  með hátíðardagskrá.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2019 hefst á því að safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13:00.  Kröfugangan leggur af stað áleiðis niður á Ingólfstorg klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.

Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Að baráttufundi loknum mun BSRB venju samkvæmt bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og kökur í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89, en þangað eru allir velkomnir.