1. maí: Sterk hreyfing – sterkt samfélag

1. maí: Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing – sterkt samfélag.

Styrkur verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hefur í gegnum tíðina gert okkur kleift að byggja upp norrænt velferðarsamfélag og tryggt launafólki réttindi sem okkur þykir sjálfsögð í dag svo sem sumarorlof, greiðslur í fæðingarorlofi og veikindarétt. Þann 1. maí stöndum við vörð um og heiðrum framlag launafólks, fyrr og nú, í öllum geirum og lögum samfélagsins. Dagurinn er mikilvæg áminning um áframhaldandi þörf fyrir samstöðu og sameiginlegan slagkraft vinnandi fólks til að skapa réttlátari og sanngjarnari framtíð fyrir öll.

Í Reykjavík fer kröfugangan af stað frá Skólavörðuholti kl 13:30 og hefst útifundur á Ingólfstorgi kl 14:00. Verkalýðsforkólfar blása þar launafólki baráttuanda í brjóst auk þess sem Úlfur Úlfur og Bríet stíga á stokk. Meira um dagskrá útifundarins hér https://www.1mai.is/.

Að útifundi loknum býður BSRB gestum og gangandi í verkalýðskaffi að vanda á Grettisgötu 89 þar sem Kvennakór Reykjavíkur töfrar fram dýrindis veitingar.

Sjáumst í baráttunni!

Deila frétt