Sumarúthlutun lokið

Ágætu félagsmenn Nú er úthlutun lokið fyrir sumarorlofstímabilið 2022. Orlofsvefurinn verður opnaður að nýju miðvikudaginn 15. júní kl.13:00, gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“   Þá er hægt að sækja um þær vikur sem ekki gengu út í úthlutuninni. Sótt er um á orlofsvef á heimasíðu Stamos https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

ÚTILEGUKORTIÐ OG VEIÐIKORTIÐ 2022

Útilegukortið og Veiðikortið er komið í sölu á orlofsvef Stamos https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs Útilegukortið kostar kr.13.000,- (fullt verð kr.19.900)  Veiðikortið kostar kr.6.000,- (fullt verð kr.8.900)                                                           Kortin eru afhend á skrifstofu Stamos á opnunartíma.

Hátíðardagskrá BSRB 1 maí

Fjölmennum á baráttufund og kröfugöngu í tilefni baráttudags launafólks á sunnudaginn 1. maí.BSRB býður gestum og gangandi í baráttukaffi í BSRB húsinu á Grettisgötu 89 að göngu lokinni.

LAUN HÆKKA VEGNA HAGVAXTARAUKA

Í gildandi kjarasamning STAMOS stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði um greiðslu hagvaxtarauka. Nú hefur forsendunefnd ASÍ og SA staðfest að hagvaxtarauki að upphæð 10.500 kr. komi á taxtalaun frá 1. apríl og til greiðslu þann 1. maí næstkomandi. Fundur var haldinn í samráðsnefnd...

Sumarúthlutun 2022

Ágætu félagsmenn Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshúsin okkar mánudaginn 11. apríl. Umsóknarfrestur er til 19. apríl Úthlutað verður alls 12 vikum fyrir hvort hús fyrir sig. Sumarorlofstímabilið er frá 3. júní og til 26. ágúst. Til að komast inn á orlofsvefinn er notuð rafræn skilríki eða íslykill. https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs Athugið...

Gistimiðar – Íslandshótel

Gistimiði vetur, kr.10.000,-Gistimiðinn gildir sem hótelgisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt, á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali.Orlofssjóður STAMOS niðurgreiðir þessa gistingu.Verð árið 2022 er kr.10.000,- pr.gistimiða til félagsmanna.Gildir vetur 2022, jan til/með apríl svo aftur okt til/með des.Uppfærsla í fjögurra stjörnu Íslandshótel: 5.000 kr. Íslandshótel...

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í KÖTLUSJÓÐ

BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR UMSÓKNIR Í KÖTLUSJÓÐ Eingöngu þeir sem hófu störf eða störfuðu hluta úr árinu 2021, eiga að sækja um. Þeir sem fengu styrk í fyrra fyrir árið 2020, þurfa ekki að endurnýja sína umsókn. Unnið verður með eldri umsóknir og fyrri gögn. Hámarks styrkur er kr.98.000,-...

HELGAR OG VIKULEIGA TIL 31. MAÍ 2022

Kæru félagar, Opnað hefur verið fyrir bókanir í orlofshúsin okkar í Kerhrauni og Akureyri, frá 1. mars til  31. maí 2022. Opnuð verður sérstök páskaúthlutun fyrir bókanir um páska 2022. Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.                https://orlofshusvefur.dkvistun.is/Audkenning/IslandIs

Jólakveðja

Við sendum félagsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra hugheilar kveðjur um gleðilega hátíð og farsældar á komandi ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Opnunartími yfir hátíðarnar: skrifstofan verður lokuð frá 23 desember og opnum aftur 3 janúar.