LAUN HÆKKA VEGNA HAGVAXTARAUKA

LAUN HÆKKA VEGNA HAGVAXTARAUKA

Í gildandi kjarasamning STAMOS stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði um greiðslu hagvaxtarauka. Nú hefur forsendunefnd ASÍ og SA staðfest að hagvaxtarauki að upphæð 10.500 kr. komi á taxtalaun frá 1. apríl og til greiðslu þann 1. maí næstkomandi. Fundur var haldinn í samráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB þann 7. apríl 2022 þar sem samstarfsnefndin er sammála um að frá 1. apríl bætist hagvaxtaraukinn 10.500 kr. við launatöflur gildandi kjarasamninga aðila. Hagvaxtaraukinn kemur til greiðslu frá og með mánaðamótum apríl-maí 2022.

Hagvaxtarauki í lífskjarasamningi og tenging við kjarasamning STAMOS við Samband íslenskra sveitarfélaga kveður á um hækkanir vegna hagvaxtaaukningar milli ára. Á árunum 2020-2023 skuli koma til framkvæmdar launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Útreikningur launaaukans byggir á bráðbirgðatölum Hagstofu Íslands um vísitölu vergrar landsframleiðslu á mann sem birtast í byrjun mars ár hvert fyrir næstliðið ár.

Launaaukinn bætist við mánaðarlaunataxta kjarasamninga og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Við ákvörðun launaaukans vegna áranna 2019-2022, sem koma til framkvæmdar árin 2020- 2023, skal taka tillit til uppfærðrar bráðbirgðatalna fyrir þau ár sem lögð hafa verið til grundvallar við útreikning launaaukans.

Landsframleiðsla leiðrétt fyrir mannfjölda, þ.e. hagvöxtur á mann jókst um 2,5% milli ára. Því virkjast 4 þrep hagvaxtaraukans, launaauki á mánaðarlaun nemur 10.500 kr.

Sjá launatöflu hér

Deila frétt