Nýr kjarasamningur við sveitarfélögin undirritaður í nótt

Nýr kjarasamningur við sveitarfélögin undirritaður í nótt

Á öðrum tímanum í nótt undirrituðu samninganefndir 11 aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor.

Félögin sem kjarasamningurinn nær til eru:

 • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
 • Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi
 • FOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Starfsmannafélag Garðabæjar
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
 • Starfsmannafélag Kópavogs
 • Starfsmannafélag Suðurnesja
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar

Nýr kjarasamningur verður kynntur félagsfólki Starfsmannafélags Mosfellsbæjar á næstu dögum.

Deila frétt

Skrifstofa STAMOS
er í sumarleyfi

frá 15. júlí – 8. ágúst, vegna sumarleyfis starfsmanns.

Opnum aftur mánudaginn 12. ágúst.

Við bendum félagsmönnum á að umsóknir um styrki hjá Stamos,
verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi 21. ágúst.