Hafnarstræti 86a, 2 hæð

Hafnarstræti 86a

Lyklar eru í lyklaboxi við útidyrnar á Hafnarstræti 86a. Það er pin-númer á boxinu sem kemur fram á leigusamning, þegar íbúðin er leigð. Lykli er skilað á sama stað við brottför.
Leigutími:

helgarleiga; frá föstudegi kl.16:00 til sunnudags kl. 16:00
vikuleiga; frá föstudegi kl. 16:00 til föstudags kl. 12:00

Leigjandi kemur með:
Rúmföt, handklæði, diskaþurrkur, tuskur og salernispappír, kaffipoka nr.4.  Securitas sér um þvott á þveglum

Lýsing:
Íbúðin samanstendur af 2 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og litlum svölum.  Í hjónaherbergi er hjónarúm, fataskápur og sjónvarp.  Í herbergi er koja fyrir 3 og fataskápur.  Í stofu er rúmgóður sófi, sjónvarp auk annars búnaðar.  Í eldhúsi er venjuleg kaffivél og Nespresso kaffivél, uppþvottavél, bakaraofn, örbylgjuofn og fleiri smærri tæki.  Á baði er sturta, hárþurrka, þvottavél og þurrkari.  Á svölum er Weber gasgrill.

Í húsinu er einnig barnarúm, barnastóll og tvær lausar dýnur

Internet: 
Hægt er að kaupa net í gegnum Router sem er í íbúðinni. Frelsisnúmer sem fylla á er: 8924271 – þetta er gert í gegnum heimasíðu Símans    https://www.siminn.is/thjonusta/internet/leidir-i-bodi/4g-net/   –  Netfrelsi – þar eru 5 möguleikar á gagnamagni, velja og greiða með korti.

Umgengni:
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi.  Hver hlutur á að vera á sínum stað.  Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutímanum.  

Securitas á Akureyri hefur eftirlit með íbúðinni og hafa starfsmenn heimild til að vísa gestum úr íbúðinni sem fara ekki eftir settum reglum.  Reykingar eru stranglega bannaðar inni í íbúðinni.  Allt dýrahald er stranglega bannað í íbúðinni

Athugið að vatn er dýrt á Akureyri, vinsamlega hafið það í huga þegar farið er í sturtu.

Við komu og brottför:
Við komu skal kynna sér brunavarnir og neyðarútgang.
Við brottför skal ræsta íbúðina vel, skilja við hana eins og við óskum að koma að henni sjálf.

Félagið áskilur sér rétt til að láta ræsta húsið á kostnað leigjenda ef viðskilnaður er ekki viðunandi.  Stranglega er bannað að framleigja íbúðina eða afhenda hana öðrum til dvalar en þeim sem hún er leigð til af félaginu.