kerhraun 31

Kerhraun

Annar afleggjari til vinstri þegar að keyrt hefur verið fram hjá Kerinu í Grímsnesinu.
Keyrið afleggjarann alveg þar til komið er að rafmagnshliði , sem að opnast með fjarstýringu.
Lyklar:
Lyklar eru afhentir á skrifstofu Stamos á fimmtudögum kl. 13-17
Lyklaafhending fyrir aðra daga eftir samkomulagi.
Eftir dvöl er lyklum og hreinum moppum/tuskum skilað á skrifstofu Stamos á fyrsta mánudegi eða þriðjudegi á opnunartíma kl. 12-13.
Lýsing:
Í húsinu er svefnpláss fyrir 12 manns. Tvö svefnherbergi og svefnloft með 7 svefnplássum.  Venjuleg kaffivél og Senseo kaffivél eru í bústaðnum. 2 sjónvörp og internet, (sniðugt að taka með sér leikjatölvu fyrir þá sem að það vilja ) þvottavél og þurrkari .
Það sem þarf að taka með sér:
Rúmföt, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, umhverfisvænan salernispappír.
Ef notaðar eru tuskur eða diskaþurrkur sem eru í húsinu skal þeim skilað hreinum með lykli.
Við komu og brottför:
Við komu skal kynna sér brunavarnir og neyðarútgang.
Skoða og kynna sér vel góðar leiðbeiningar varðandi umgengni á heitu vatni svo og notkun á heitum potti.
Ræsta skal húsið vel við brottför, skilja við það eins og við óskum að koma sjálf að því. Félagið áskilur sér rétt til að láta ræsta húsið á kostnað leigjenda ef viðskilnaður er ekki viðunandi.

Á staðnum:
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi. Hver hlutur skal vera á sínum stað. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutímanum.
Internet:
Internet er í húsinu – lykilorð er á upplýsingarbæklingi í bústað.
Potturinn:
Kveikt er á honum inn í geymslu, inn í bústað, mjög einfalt on / of – tæma og fylla. Ef að þarf að kæla pottinn er slanga úti með köldu vatni.
Reykingar eru stranglega bannaðar inni í húsinu.
Stranglega er bannað að framleigja íbúðina eða afhenda hana öðrum til dvalar en þeim sem hún er leigð til af félaginu.

ALLT DÝRAHALD ER STRANGLEGA BANNAÐ Í HÚSINU

Hafa má samband við Eddu Davíðsdóttir
S: 615- 1532
eða Jenný S: 697-5914