kerhraun 31

Kerhraun

Annar afleggjari til vinstri þegar að keyrt hefur verið fram hjá Kerinu í Grímsnesinu.
Keyrið afleggjarann alveg þar til komið er að rafmagnshliði , sem að opnast með fjarstýringu.
Lyklar:
Lyklar eru afhentir á skrifstofu Stamos á opnunartíma.
Eftir dvöl er lyklum skilað á skrifstofu Stamos á fyrsta mánudegi eða þriðjudegi á opnunartíma kl. 12-13. Einnig má skila lyklunun í póstkassa merktum Stamos fyrir framan skrifstofuna. 
Lýsing:
Í húsinu er svefnpláss fyrir 12 manns (13 sængur). Tvö svefnherbergi og svefnloft með 7 svefnplássum.  Venjuleg kaffivél, Nespresso og Senseo kaffivélar eru í bústaðnum. 2 sjónvörp og internet, (sniðugt að taka með sér leikjatölvu fyrir þá sem að það vilja ) þvottavél og þurrkari. Stór pallur með garðhúsgögnum, gasgrilli (nýtt 2021) 2 gaskútar. Mikilvægt að fylla gaskút (á Selfossi) þegar gasið klárast, taka nótu og Stamos endurgreiðir. 
Það sem þarf að taka með sér:
Rúmföt, handklæði, viskastykki, borðtuskur, umhverfisvænan salernispappír. Óhreinar moppur eru hengdar á snaga í geymslunni undir stiganum.
Við komu og brottför:
Við komu skal kynna sér brunavarnir og neyðarútgang.
Skoða og kynna sér vel góðar leiðbeiningar varðandi umgengni á heitu vatni svo og notkun á heitum potti.
Ræsta skal húsið vel við brottför, skilja við það eins og við óskum að koma sjálf að því. Taka skal allt heimilissorp og flöskur við brottför.
Það eru grenndarstöðvar/sorpgámar í Vaðnesi og Seyðishólum.
Það er enginn sorpgámur í Kerhrauni.
Á svæðinu er að finna dósagám, allur ágóði fer í trjárækt í Kerhrauni.
Félagið áskilur sér rétt til að láta ræsta húsið á kostnað leigjenda ef viðskilnaður er ekki viðunandi. Verð fyrir þrif er kr. 25.000. Grillið sem fylgir húsinu er nýtt (sumar 2021), vinsamlegast þrífið grind og bakka vel eftir notkun til að tryggja góða endingu.

Á staðnum:
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi. Hver hlutur skal vera á sínum stað. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutímanum.
Internet:
Internet er í húsinu – lykilorð er á upplýsingarbæklingi í bústað.
Potturinn:
Kveikt er á honum inn í geymslu, inn í bústað, mjög einfalt on / off – tæma og fylla. Ef að þarf að kæla pottinn er slanga úti með köldu vatni.
Reykingar eru stranglega bannaðar inni í húsinu.
Stranglega er bannað að framleigja íbúðina eða afhenda hana öðrum til dvalar en þeim sem hún er leigð til af félaginu.

ALLT DÝRAHALD ER STRANGLEGA BANNAÐ Í HÚSINU

Hafa má samband við Eddu Davíðsdóttir
S: 615- 1532
eða Jenný S: 697-5914