Laufásvegur 41, Stykkishólmi

Laufasvegur 41

Lyklar eru í lyklaskáp við húsið

Íbúð í raðhúsalengju, um 72 m2 að stærð.
Á neðri hæð er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og baðherbergi/wc með sturtu.
Á efri hæð er stofa/borðstofa og eldhús í samfelldu rými svo og svefnherbergi með 1 ½ rúmi samtals svefnpláss fyrir 5-6.
Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Auk þess er í íbúðinni barnarúm og barnastóll. Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, tuskum og viskastykkjum. Í eldhúsinu er allur almennur borðbúnaður fyrir 6, eldavél með bakarofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. ásamt öðrum daglegum eldhúsáhöldum.
Í stofu er sófi,stólar,borðstofusett og sjónvarp. Út frá efri hæð eru svalir með svalahúsgögnum.
Í íbúðinni eru hreinlætisáhöld og hreinsiefni.

Það sem þarf að taka með sér:
Rúmföt, handklæði, viskastykki, borðtuskur, salernispappír,eldhúsrúllu, og sápur

Umgengni:
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi. Hver hlutur á að vera á sínum stað. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutímanum.
Umsjónarmaður á Stykkishólmi hefur eftirlit með íbúðinni og hafa starfsmenn heimild til að vísa gestum úr íbúðinni sem fara ekki eftir settum reglum.
Reykingar eru stranglega bannaðar inni í íbúðinni
ALLT DÝRAHALD ER STRANGLEGA BANNAÐ Í ÍBÚÐINNI

Við komu og brottför:
Við komu skal kynna sér brunavarnir og neyðarútgang.
Við brottför skal ræsta íbúðina vel, skilja við hana eins og við óskum að koma að henni sjálf.
Félagið áskilur sér rétt til að láta ræsta húsið á kostnað leigjenda ef viðskilnaður er ekki viðunandi. Verð fyrir þrif er kr. 25.000,-
Stranglega er bannað að framleigja íbúðina eða afhenda hana öðrum til dvalar en þeim sem hún er leigð til af félaginu.

Leigutími:
Vikuleiga: frá föstudegi kl. 16:00 til föstudags kl. 12:00