SJÓÐIR OG STYRKIR

Sjóðir/Styrkir

Nýttu þér rétt þinn og leyfðu okkur að gera þér lífið léttara. Starfsmannafélag Mosfellsbæjar býður upp á fjölda styrkja, námskeiða og tækifæra. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert saman.

Starfsmenntunarsjóður

Félagsmenn sækja um styrk með því að senda inn umsókn rafrænt. Vinamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur áður en sótt er um.

Reglugerð fyrir Starfsmenntunarsjóð

1. gr. Sjóðurinn heitir Starfsmenntunarsjóður STAMOS og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í þessari greinagerð.

2. gr. Tekjur sjóðsins eru :
a) Framlag bæjarsjóðs samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Starfsmannafélags
Mosfellsbæjar og Bæjarsjóðs Mosfellsbæjar.
b) Vaxtatekjur.

3. gr. Markmið sjóðsins eru:
Að styrkja félaga í STAMOS til náms er nýtist viðkomandi í starfi. Að starfsmenn eigi án verulegs kostnaðar kost á námskeiðum sem gerir þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf og gerir þá hæfari einstaklinga.

4. gr. Heimilt er að sjóðurinn taki þátt í kostnaði af námskeiðum eða einstökum fyrirlestrum fyrir starfshópa eða félagsmenn STAMOS almennt, sem efnt kynni að vera til fyrir forgöngu STAMOS eða Mosfellsbæjar eða þessara aðila sameiginlega. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja fræðslu- og menningarferðir einstakra starfshópa.

5. gr. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana samþykktir sínar.

6. gr. Reglur þessar skulu endurskoðaðar í febrúar ár hvert.

7. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi við samþykkt aðalfundar.

Tók gildi 22. maí 2008